Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. nóvember 2002 kl. 12:34

Hættur eftir 15 ára sundlaugarstarf

Ragnar Birkir Jónsson lét nýverið af störfum hjá Sundmiðstöð Suðurnesja. Við það tilefni var haldin nokkurs konar kveðjustund í Sundmiðstöðinni þar sem boðið var upp á kaffi og kökur, Birkir leystur út með gjöf frá Reykjanesbæ og honum þakkað fyrir sitt framlag. Birkir hefur verið starfsmaður í Sundmiðstöðinni frá opnun hennar 1990 en áður hafði hann unnið í Sundhöllinni í Keflavík í þrjú ár. Birkir ók einnig rútu í talsverðan tíma en hann starfaði hjá SBK til margra ára. Birkir sagði í samtali við Víkurfréttir að það hefði verið mjög gott að vinna í sundlauginni. "Ég held að þetta hefði ekki getað verið betra, bæði í sundlauginni sem og hjá SBK enda er bærinn mjög góður vinnuveitandi. Þar hefur alltaf verið góður starfsandi og mér alltaf liðið vel", sagði Birkir. Hann vildi að lokum koma fram þakklæti til Reykjanesbæjar fyrir allt það góða sem þeir hafa sýnt honum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024