Hættulegir olíuflutningar
Bæjarstjórn Grindavíkur fagnar þingsályktunartillögu um gagansöfnun vegna hættu sem stafar af olíuflutningum eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.Í ályktun bæjarstjórnar er sérstök athygli vakin á að Grindavíkurvegur liggi um vatnsverndarsvæði vatnsbóls sveitarfélaga á Suðurnesjum og Grindavíkur. Bæjarstjórn hvetur því til að verkinu verði hraðað eins og kostur er þannig að tæmandi upplýsingar liggi fyrir um málið og raunhæfar tillögur til úrbóta líti dagsins ljós.