Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:29

HÆTTULEG HORN Í REYKJANESBÆ

Sumarið er tími gróðursins og vaxa runnar og tré í flestum görðum íbúa Reykjanesbæjar.Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að myndarlegir garðar við hús á gatnamótum eru farnir að skyggja ökumönnum og öðrum vegfarendum sýn. Eigendum slíkra hornhúsa ber að sjálfsögðu að gæta þess að tré og runnar húsa þeirra verði ekki óbeint völd að umferðarslysum. Einhver vanhöld eru þó á að þessu sé sinnt og sagði Halldór Magnússon, verkstjóri umhverfisdeildar Reykjanesbæjar, bæjaryfirvöld geta fjarlægt gróðurinn á kostnað eigenda garðanna. Fyrst sendum við tossunum áminningu og verði þeir ekki við óskum okkar þá getum við, að hálfum mánuði liðnum, fjarlægt gróðurinn á kostnað eiganda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024