Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hættuleg bygging í Innri-Njarðvík
Þriðjudagur 26. júlí 2011 kl. 13:39

Hættuleg bygging í Innri-Njarðvík

Við Tjarnarbraut í Innri-Njarðvík stendur nýlegt fjölbýlishús sem búið er í að hluta, þrátt fyrir að húsnæðið teljist langt frá því að vera fullfrágengið. Húsið hefur samkvæmt upplýsingum verið í þessu ástandi síðastliðin 6 ár. Meðal þess sem er ófrágengið í húsinu eru svalahandriði og hurðalæsingar. Víkurfréttir greindu frá svipuðu máli í síðustu viku og hafa íbúar í Innri-Njarðvík haft samband vegna málsins.

Þær íbúðir sem standa auðar virðast vera meira og minna ólæstar og er greinilegt að unga fólkinu finnst spennandi að valsa þarna um tómar íbúðir. Nágranni hússins segist margoft hafa séð börn og unglinga þvælast þarna um á ýmsum tímum sólarhrings og gægjast fram af svölum.

Hann segir það jafnframt vera svimandi að fylgjast með þessari slysagildru og spurning hver sé ábyrgur ef einhver hrapar fram af. Ljóst er að það sé bara tímaspursmál hvenær einhver slasist en það virðist oftast eitthvað þurfa að koma upp á til að eitthvað sé gert í svona málum.

Mynd: Húsið umrædda við Tjarnarbraut í Innri-Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024