Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hættulaus brúnka í sumar
Fimmtudagur 15. júlí 2004 kl. 15:19

Hættulaus brúnka í sumar

Undanfarnar vikur og mánuði hefur skapast mikil umræða um skaðsemi ljósabekkja. Ýmsir aðilar hafa bent á að of mikil notkun slíkra bekkja gæti leitt til ýmissa húðkvilla, m.a. húðkrabbameins í alvarlegustu tilfellunum.

 

Svarið við slíku er „gervibrúnka“ sem borin er á húðina án þess að viðkomandi þurfi að leggjast í sólböð. Þessi leið hefur notið sífellt meiri vinsælda og nú eru brúnkuklefarnir það nýjasta í þeim málum.

 

Einungis tveir slíkir klefar eru landinu, annar í Reykjavík en hinn er hér í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í nuddstofunni Betri líðan á Hafnargötunni.

 

Berti líðan býður einmitt upp á 30% afslátt í brúnkuklefann í júlí þannig að nú geta allir sem vilja fá smá lit á kroppinn gert það án þess að þurfa að fylgjast með veðurspá.

 

Ingibjörg Þorsteinsdóttir sem rekur nuddstofuna segir að klefinn hafi notið vinsælda, enda séu öll efni náttúruleg.

 

„Svo er þetta svo hentugt því að á 1 mínútu í klefanum færðu brúnku eins og í 8-10 ljósatímum. Það er heppilegt fyrir fólk sem vil vera brúnt með litlum fyrirvara. Þetta er rosalega sniðugt og þetta er framtíðin í þessu,“ sagði Ingibjörg að lokum.

 

Ýmis önnur tilboð eru í gangi hjá þeim þessa dagana. M.a. á blómum, gjafa- og heilsuvörur

þá er hægt að sækja þangað nudd, trimform, reiki-heilun, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð svo dæmi séu tekin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024