Hættuástand þegar reykur kom upp í kafbátaeftirlitsvél
Hættuástandi var lýst yfir þegar reykur kom upp í P-8 kafbátaeftirlitsvél á vegum bandaríska sjóhersins í gær. Hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkustund síðar eftir að hafa hringsólað til að brenna eldsneyti.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru tvær kafbátaeftirlitsflugvélar að jafnaði á vegum bandaríska sjóhersins hér á landi til að sinna kafbátaeftirliti.