Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 19. júní 1999 kl. 12:42

HÆTTUÁSTAND Á HÖSKULDARVÖLLUM

Um miðjan dag síðasta þriðjudag, 8. júní, varð uppi fótur og fit á útivistarsvæði okkar Suðurnesjamanna, Höskuvöllum, þegar tveir varnarliðsmenn tilkynntu að þeir hefðu fundið 2 sprengikúlur á þyrluæfingasvæði VL. Í kjölfarið var sprengisveit Landhelgisgæslunnar kölluð út og eyddi hún meintum sprengikúlum. Á fimmtudag var ákveðið að leita nánar, með aðstoð Landhelgisgæslunnar, eftir fleiri sprengjum og fundust þá 3 hylki til viðbótar. Að sögn lögreglunnar í Keflavík sem verndaði vettvang benti allt til þess að um væri að ræða M406 40mm HE sprengikúlur. Sprengikúlur þessar væru afar hættulegar, þeim væri ætlað að springa við högg og hefðu 5 metra eyðingarmátt. Vegna eindreginnar höfnunar VL á því að umrædd skotfæri væru í þeirra eigu var ákveðið að reyna skoða meintar sprengikúlur nánar þrátt fyrir að sprengikúlur séu mjög viðkvæm. Í ljós kom að þarna voru á ferðinni reyksprengjuhylki sem lítil hætta stafar af og notaðar eru við þyrluæfingar varnarliðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024