Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hættuástand á gosstöðvum – mikið mætt á björgunarsveitarfólki í nótt
Björgunarsveitarmenn við leit við Fagradalsfjall í nótt. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 22. mars 2021 kl. 08:25

Hættuástand á gosstöðvum – mikið mætt á björgunarsveitarfólki í nótt

Almannavarnir hafa sent frá sér þá tilkynningu að gasmengun á gossvæðinu sé komin upp fyrir hættumörk og svæðinu því lokað. Fólk er beðið að virða þá lokun, mjög hættulegt sé að nálgast gosið eins og er.

Mjög slæmt veður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gridavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
RÚV

Á vef RÚV segir að um 140 björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í nótt auk lögreglu. Tugum fólks var komið til aðstoðar, margt þeirra var orðið verulega þrekað. Þá hafi komið upp nokkuð alvarleg tilfelli ofkælingar.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að framundan sé suðvestan hvassviðri eða stormur, 15–23 m/s, hvassast á Reykjanesi síðdegis. Dimm og byljótt slyddu eða snjóél og slæmt skyggni, hviður um 30 m/s.

Ljóst er að ekkert útivistarveður er núna og fólk er því beðið um að halda sig fjarri gosstöðvunum eins og sakir standa.

Hilmar Bragi Bárðarson, fréttamaður Víkurfrétta, fylgdist með gangi mála í nótt:

VF