Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Hættu að ljúga, farðu burt“
Föstudagur 15. júlí 2005 kl. 21:45

„Hættu að ljúga, farðu burt“

Ungmennum í Sandgerði hljóp kapp í kinn undir kvöld og fjölmenntu við heimili söngkonunnar Leoncie. Þar báru þau spjöld og kölluðu „Hættu að ljúga, farðu burt“. Að sögn talsmanns hópsins sem safnaðist við heimili söngkonunnar var það viðtal á útvarpsstöðinni XFM í dag sem fyllti mælinn hjá þeim sem þarna voru mætt, en í viðtalinu mun Sandgerðingum ekki hafa verið vandaðar kveðjurnar.

Lögreglan fylgdist með mótmælunum úr fjarlægð, tilbúin að grípa inní ef eitthvað færi úr böndunum. Um tíma voru tveir lögreglubílar á vettvangi við Vallargötuna í Sandgerði. Ekki þótti ástæða til inngripa lögreglu.
Á annan tug ungmenna stóð mótmælastöðuna en fjölmargir lögðu leið sína framhjá til að fylgjast með því sem þarna fór fram.

Myndir frá mótmælum í Sandgerði í kvöld. Á blöðin var ritað HÆTTU AÐ LJÚGA FARÐU BURT. Lögreglan fylgdist með og ók reglulega framhjá mótmælendum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024