HÆTTIR Í DÚFUNUM OG FARNIR Á RJÚPU
				
				Tvö mót voru haldin á vegum skotdeildar í sumar en reglulegum æfingum hefur nú verið hætt í bili. Bílabúð Keflavíkur gaf verðlaun á Bílabúðarmótið. Þar náði Páll Guðmundsson fyrsta sætinu, með 85,5 stig af 100 mögulegum, Guðmundur Guðlaugsson var í öðru sæti með 80 stig og Árni Pálsson í því þriðja með 78,5 stig. Fyrirtækjamót skotdeildarinnar var einnig mjög vel heppnað og þá voru þeir Páll og Guðmundur líka í baráttunni um toppsætin. Páll Guðmundsson náði þá 83,5 stigum og Guðmundur 82 stigum. Í þriðja sæti var Reynir Þór Reynisson með 81,5 stig. Styrktaraðilar Fyrirtækjamótsins voru Miðbær, Bílabúðin, Landsbankinn í Keflavík, Samkaup, Vélsmiðja Suðurnesja, Sparisjóður Keflavíkur, Bílaþjónusta Halldórs Grindavík, Víkurfréttir og Léttsteypan.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				