Hætti við lendingu í Keflavík
Flutningaflugvél af gerðinni Boeing C-17 Globemaster kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Vélin hafði varla snert flugbrautina í Keflavík í gær þegar hún hóf sig aftur til flugs. Vélin tók auka hring og kom svo aftur inn til lendingar.
Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekkert óeðlilegt þarna á ferðinni, heldur var um æfingu að ræða. Þessar flugvélar eru notaðar til að lenda á vígvöllum og þurfa stutta braut og geta lent við erfiðar aðstæður. Áhafnir vélanna nota því hvert tækifæri til að æfa stuttar lendingar og sérstaklega þegar vélarnar eru orðnar eldsneytislitlar.
Vélin sem lenti í Keflavík í gær er merkt Royal Air Force í Bretlandi og hafði hér viðdvöl í nokkrar klukkustundir.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar vélin kom inn til lendingar í seinna skiptið eftir að hafa allt að því snertilendingu fáeinum mínútum áður.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson