Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hætta ekki með bænir í Holtaskóla
Fimmtudagur 24. febrúar 2005 kl. 17:38

Hætta ekki með bænir í Holtaskóla

Siðmennt - félag um borgaralegar athafnir hefur skorað á menntamálayfirvöld að stöðva allt trúboð sem félagið sé stundað víða í grunnskólum þar sem börn eru látin fara með bænir á skólatíma. Þar sé gengið á svig við aðalnámsskrá grunnskóla þar sem segir m.a.: „Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun...“

Félagið vísar til orða Jónínu Guðmundsdóttur, skólastjóra Holtaskóla, í viðtali á RÚV fyrir skemmstu þar sem fram kemur að kennsla í fyrsta tíma í bekkjum á yngri barna sviði hefjist á bæn.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Jónína að hún hafi fengið mikil viðbrögð við fréttinni, langflest jákvæð en einungis eitt neikvætt. Þessi siður hafi verið tekinn upp fyrir um sex árum þegar fyrirkomulagi var breytt þannig að allir bekkir væru í skólanum í því sjónarmiði að fá börnin til að hugleiða og sýna samstöðu áður en skóladagurinn hefst fyrir alvöru.

„Við vinnum mikið eftir Montessori-stefnunni sem leggur áherslu á lífsgildi og kristna siðferði, en við erum alls ekki að stunda einhverskonar innrætingu. Börnin fara ekki alltaf með bænir því stundum er farið með ljóð.“
Jónína segir að lokum að þau hyggist ekki breyta út af þessum sið þrátt fyrir gagnrýnisraddir. „Við munum ekki hætta nema okkur verði skipað að gera svo og ég skil ekki með hvaða rökum ætti að gera það.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024