Hætt við síðdegisskúrum
Í morgun var hæg breytileg átt og bjartviðri, en skýjað allra austast og þokubakkar á Héraði. Hiti 1 til 10 stig, kaldast á Végeirsstöðum, en hlýjast í Ólafsvík.
A og NA af landinu er 996 mb lægðarsvæði, sem þokast NA. Um 400 km suður af landinu er 997 mb lægð sem þokast ANA, en skammt austur af Labrador er 992 mb lægð sem hreyfist A og dýpkar.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri en hætt við síðdegisskúrum sunnantil. Vaxandi suðaustanátt í nótt og þykknar upp fyrst vestantil. Austan og suðaustan 10-15 m/s sunnantil og rigning á morgun, en heldur hægari og úrkomuminna norðantil. Hiti 8 til 17 stig.