Hætt við karaframleiðslu í Grindavík
Stjórn Green Line Plastic hefur ákveðið að hætta starfsemi félagsins og selja eignir þess, en félagið hugðist framleiða þorskkör úr plasti í Grindavík. Bæjarráð Grindavíkurbæjar ákvað á fundi á dögunum að leggja út 500 þúsund krónur til að greiða starfsmönnum félagsins laun fyrir desember 1999, enda verði uppgjör þessarar kröfu í forgangi þegar eignir þess verða seldar.