Hætt við éljum við suðvesturströndina í kvöld

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðaustan 10-15 m/s norðvestanlands í dag, en annars víða 5-10. Él á norðanverðu landinu og yfirleitt bjart sunnan til, en hætt við éljum með suðvesturströndinni í kvöld og nótt. Norðaustan 5-10 á morgun, dálítil él með norður- og austurströndinni en skýjað með köflum sunnanlands. Hiti við frostmark suðaustanlands en annars vægt frost.