Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hætt við að brennisteinsmengun nái til íbúabyggða á Suðurnesjum
Brennisteinsmengunar mun líklega gæta í Vogum og víðar á næstu tveimur sólarhringum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 20. júlí 2023 kl. 15:06

Hætt við að brennisteinsmengun nái til íbúabyggða á Suðurnesjum

Veðurstofa Íslands hefur birt textaspá veðurvaktar um gasdreifingu á landinu í dag og á morgun ásamt almennri veðurspá fyrir gosstöðvarnar. Kortin sýna þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar (SO2 ) í byggð fyrir næstu 48 tíma. Íbúar í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesabæ ættu að fylgjast sérstaklega vel með þróun mála.

Skjáskot af vef Veðurstofur Íslands sem sýnir hvernig búist er við brennisteinsmengun verði búin að dreifast klukkan átta í kvöld.

Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Veðurstofunnar.
Hér eru ráðleggingar frá Umhverfisstofnun vegna mengunar frá gosstöðvum og hlekkur á loftgaedi.is sem sýnir stöðu á loftgæðum í byggð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024