Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hætt verði við rannsóknir í Brennisteinsfjöllum
Mánudagur 18. desember 2006 kl. 14:36

Hætt verði við rannsóknir í Brennisteinsfjöllum

Hitaveita Suðurnesja hefur ákveðið að draga til baka umsókn sína um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum en nokkurrar andstöðu hefur gætt vegna þessa á meðal þeirra sem láta sig umhverfisvernd varða. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja samþykkti á stjórnarfundi nú í nóvember að hafa forystu um viðræður þess efnis að þau orkufyrirtæki sem eiga umsóknir um rannsóknarleyfi dragi þær til baka.

Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkr eiga sameiginlega umsókn og Landsvirkjun aðra. Hefur stjórn HS sent hinum orkufyrirtækjunum formlegt erindi þess efnis að umsóknirnar verði dregnar til baka og er niðurstöðu að vænta á næstunni. Þetta kom fram í ræðu Ellerts Eiríkssonar, stjórnarformanns HS, við formlega vígslu Reykjanesvirkjunnar á föstudaginn.

Í máli Ellerts kom einnig fram að í síðustu viku barst HS heimild frá Iðnaðarráðuneytinu til rannsókna á háhitasvæðinu í Krísuvík.


Mynd: Frá Reykjanesvirkjun. VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024