Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 17:51

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa gengið í skrokk á 64 ára gömlum manni, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí síðastliðinn. Mennirnir þurfa því að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 8. júní hið minnsta. Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á varðhaldið yfir mönnunum.


Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að árásin hafi átt sér stað þegar dóttir mannsins var að festa sex vikna gamalt barn í barnastól í bifreið sinni. Mennirnir handleggsbrutu 64 ára gamla manninn en tilgangur þeirra var að finna barnabarn hans og ná út úr honum fé.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mennirnir voru handteknir stuttu síðar. Annar þeirra reyndist vera með hníf auk þess sem hann var vopnaður öxi og hamri.