Laugardagur 2. maí 2009 kl. 11:01
Hæstiréttur staðfesti dóm yfir sundlaugarperra
Hæstiréttur staðfesti nú fyrir helgi dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem braut gegn átta ungum stúlkum í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar í byrjun síðasta árs. Maðurinn þreifaði á stúlkunum og beraði kynfæri sín. Hann var í héraðsdómi dæmdur fyrir athæfið í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.