Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hæsta hraðasektin var 210 þúsund
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 09:41

Hæsta hraðasektin var 210 þúsund

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Þriðjungur þeirra ók á 140 km hraða eða meira þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þessir ökumenn þurfa því að greiða  150.000 króna eða þaðan af meira í sekt.

Sá sem hraðast ók mældist á 148 km hraða og hraðasektin nemur  210.000 krónum, auk sviptingar ökuleyfis í einn mánuð og 3 refsipunkta í ökuferilsskrá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024