Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hænufet hvern dag
Sunnudagur 22. desember 2013 kl. 14:52

Hænufet hvern dag

Daginn er tekið að lengja að nýju um hænufet hvern dag. Í dag er fallegur og kaldur dagur en sólin fer hins vegar ekki hátt og því ástæða fyrir ökumenn að fara varlega.

Einar Guðberg Gunnarsson býr á efstu hæð við Pósthússtræti í Reykjanesbæ og er með gott útsýni til allra átta. Hann tók þessar skammdegismyndir og sendi okkur hér á vf.is.

Lumar þú á fallegri mynd frá Suðurnesjum? Deildu henni með lesendum Víkurfrétta og sendu myndina á [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024