Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. júní 2004 kl. 22:09

Hænuegg kaupir eggjabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli KB Banka og Hænueggs ehf. vegna kaupa hins síðarnefnda á eggjabúinu Nesbú á Vatnsleysuströnd. Eigendur Hænueggs ehf. eru Miklholtshellisbúið ehf., Efri-Mýrabúið ehf. og Runólfur B. Gíslason í Auðsholti, að því er fram kemur í frétt á mbl.is.
Nýir eigendur hafa nú þegar tekið við rekstri búsins, segir í fréttatilkynningu. „Milligönguaðilar um samningaviðræður á vegum kaupenda voru aðilar frá Lex lögmannsstofu og Deloitte hf. Forstjóri Nesbúsins verður Bjarni Einarsson sem einnig er framkvæmdastjóri Miklholtshellisbúsins ehf. og mun hann sinna því starfi áfram,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024