Hælisleitendur heimsóttu Grindavík
Hafnarfjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir skoðunarferð á dögunum fyrir hælisleitendur sem dvalið hafa í Reykjanesbæ. Farið var um Reykjanesið og í Bláa lónið. Þaðan var farið til Grindavíkur þar sem boðið var upp á súpu hjá Grindavíkurdeild RKÍ í hádeginu.
Saltfisksetrið bauð upp á ókeypis skoðunarferð um safnið. Gestirnir voru virkilega ánægðir með móttökurnar í Grindavík og héldu sælir og ánægðir áfram för sinni að því er segir á heimasíðu Rauða krossins.
www.grindavik.is