Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hælisleitendur flytja í Klampenborg
Klampenborg er sögufrægt hús í Keflavík.
Mánudagur 30. júlí 2012 kl. 14:18

Hælisleitendur flytja í Klampenborg

Verið er að standsetja íbúðir við Túngötu 13 í Reykjanesbæ sem ætlaðar eru fyrir hælisleitendur sem dvelja hér í bæjarfélaginu. Húsið er betur þekkt sem Klampenborg og er eitt af þekktari húsum Keflavíkur. Nú þegar búa hælisleitendur í þremur íbúðum í húsinu og á næstu dögum verður flutt inn í fjórar íbúðir til viðbótar. Mikið hefur verið fjallað um mál hælisleitenda að undanförnu og þá sérstaklega í ljósi þess að margir þeirra hafi reynt að flýja land. Ýmist með skipum eða með flugvélum eins var raunin þann 8. júlí sl. þegar tveir hælisleitendur komust um borð í flugvél Icelandair og læstu sig þar inni á salerni.

Svo virðist sem fjöldi þeirra sem leiti eftir hæli hér fari vaxandi og því sé verið að svara því með því auknu framboði á húnæði enda hafi margir hælisleitanda kvartað undan aðstæðum sem þeir búi við. Flestir hælisleitendur í Reykjanesbær búa á Fit Hostel í Njarðvík en Reykjanesbær hefur einnig útvegað fjölskyldum í hælisleit íbúðum annars staðar í sveitarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúðirnar við Túngötu verða leigðar undir fólkið en húsnæði Fit Hostel í Njarðvík hefur hingað til verið sá staður sem flestir hælisleitendur hér á landi dvelja á eins og áður segir. Þeir flóttamenn sem dvalið hafa hvað lengst hér á landi munu flytja inn í Klampenborg samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta. Eigendur íbúðanna sem fara í útleigu eru m.a. Heimahagar ehf. og Íbúðalánasjóður auk annara aðila.

Einnig hefur heyrst að standi til að standsetja íbúðir við Tjarnargötu 3 í Keflavík fyrir hælisleitendur en það hefur ekki fengist staðfest.

Tjarnargata 3.