Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hælisleitendur brutust inn í bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar
Sunnudagur 14. október 2007 kl. 00:11

Hælisleitendur brutust inn í bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar

Tveir menn voru handteknir  af lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um að hafa brotist inn í bæjarskrifstofurnar í Reykjanesbæ síðastliðna nótt. Innbrotið uppgötvaðist í morgun og saknaði starfsfólk einskis nema hvað óskilgreind upphæð af reiðufé mun hafa horfið. Málið í rannsókn.
Mennirnir sem í haldi eru munu vera hælisleitendur en umsókn þeirra um hæli á Íslandi er sem stendur í vinnslu og á meðan dvelja mennirnir á Fitjum, gistiheimili í Njarðvík. Mennirnir hafa sagt lögreglu að þeir væru annars vegar frá Hvíta Rússlandi og hins vegar frá Úkraínu.

Reikna má með að þetta athæfi mannanna verði varla til að styða umsókn þeirra um hæli hér á landi ekki síst í ljósi þess að nánast í öllum tilvikum hefur slíkum umsóknum verið synjað.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024