Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. maí 2000 kl. 13:57

Hækkun á gjaldskrá Reykjaneshallarinnar

Rekstur Reykjaneshallarinnar hefur gengið vel, samkvæmt rekstraryfirliti tímabilsins 1. febrúar til 1. maí, en gjaldskráin hækkar 1. október. Þetta kom fram á fundi Markaðsráðs Reykjaneshallar 10. maí sl. Jóhann Geirdal (J) spurðist fyrir um verðhækkanir á leiguverði Reykjaneshallarinnar, á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag. Jónína A. Sanders (D) sagði að farið yrði yfir rekstrartölur á næstu dögum en leiguverð myndi hækka 1. október. „Verðið sem er í gildi er kynningarverð en við höfum nú svigrúm til að hækka leiguna og ráðið mun gera tillögu um það“, sagði Jónína og tók sérstaklega fram að kappkostað yrði að ganga frá málinu sem fyrst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024