Hækkun á gjaldskrá Kölku
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. vill vekja athygli viðskiptavina sinna á því að verðskrá Kölku hækkaði frá 1. janúar sl. Er það í samræmi við hækkun vísitölu en verðskráin hefur ekki breyst þau 2 ár sem Kalka hefur starfað. Verð á förgun sértæks úrgangs hækkar ekki enda verðskráin frá því 1. september 2005.
Vakin er sérstök athygli á því að tekið er á móti pappa, hjólbörðum, drykkjarumbúðum úr pappa og plastfilmu endurgjaldslaust ef farmarnir eru flokkaðir og án aðskotahluta. Plastfilma bætist í þennan flokk frá 1. janúar 2006.
Texti af www.sss.is Mynd/Oddgeir Karlsson