Hækka varnargarða sem gæti flætt yfir
Síðdegis var tekin ákvörðun um að hækka varnargarða austan og norðan byggarinnar í Grindavík. Þessir garðar geta brostið í kvöld eða nótt undan hraunstraumi sem í dag hefur verið að leggjast á þá.
Hrauntunga frá eldgosinu við Sundhnúk rennur á hornið þar sem garðarnir liggja norðan og austan með fyrir ofan byggðina við Grindavík. Um er að ræða garða sem jafnan eru kallaðir L7 og L12.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um hraunstrauminn og varnargarðana í færslu á Facebook nú síðdegis. Þar segir: Hraunið hefur síðustu tímana verið að bunkast upp við leiðigarðinn norðan Grindavíkur. Ný drónamynd sýnir vel hvernig hraunið hefur náð hæð garðsins og virðist stutt í að það byrji að leka yfir hann. Þar sem hraunið er að ná yfir garðinn er sléttur 1 km að nyrstu húsum Grindavíkurbæjar.