Hækka niðurgreiðslur vegna dagforeldraþjónustu
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að hækka niðurgreiðslur vegna dagforeldraþjónustu frá og með 1. janúar nk. Almenn niðurgreiðsla hækkar úr 30.000 kr. í 40.000 kr. á mánuði og niðurgreiðsla fyrir einstæða foreldra úr 33.000 kr. í 44.000 kr. á mánuði.
Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að gjaldskrá dagforeldra er frjáls og kemur niðurgreiðslan til lækkunar á þeirra gjaldskrá. Bæjarstjórn hvetur dagforeldra til að gæta hófs í hækkun á gjaldskrám sínum samfara hækkun sveitarfélagsins á niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra.