Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægvirði og súld eða rigning
Miðvikudagur 4. október 2006 kl. 09:07

Hægvirði og súld eða rigning

Á Garðskagavita voru SA 3 og 6 stiga hiti klukkan átta.
Klukkan 6 í morgun var suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi, en annars hægara og skýjað. Hiti var 1 til 10 stig, hlýjast á Straumnesvita.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og súld eða rigning með köflum, en norðan 5-8 m/s á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en svalara á morgun.


Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 5-10 m/s vestanlands í fyrstu, en annars hægari. Skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi, en súld eða rigning í öðrum landshlutum. Styttir upp vestanlands síðdegis, en þykknar upp eystra. Hiti 5 til 12 stig. Norðaustan og austan 5-8 og víða dálítil væta á morgun og heldur svalara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024