Hægvirði og léttskýjað
Veðurspáin gerið ráð fyrir norðaustlægri átt, 3-8 m/s og léttskýjuðu við Faxaflóann í dag. Hiti 1 til 6 stig að deginum, frost annars 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Suðvestanátt, víða 3-8 m/s og úrkomulítið vestanlands, en léttskýjað austantil. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost A-lands.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt, víða 3-8 m/s og úrkomulítið, en léttskýjað austantil. Hvessuir með rigningu vestantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Snýst í stífa norðlæg átt með snjókomu eða éljagangi, einkum norðantil og kólnandi veðri.
Á fimmtudag (skírdagur):
Minnkandi norðanátt og víða él, en léttir til á Suðvesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Hægviðri, bjart og kalt veður, en hvöss norðvestanátt og él við austurströndina.