Hægvirði í dag
Faxaflói
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir í fyrstu, en léttir síðan til. Hiti 9 til 14 stig að deginum.
Spá gerð: 26.08.2007 09:30. Gildir til: 27.08.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað, en þykknar upp um vestanvert landið. Suðvestan 8-13 og rigning um kvöldið, fyrst og mest vestanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á miðvikudag:
Vestan og norðvestan 5-10 m/s og víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið suðaustantil á landinu. Hiti 9 til 15 stig.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og vætu víða um land, einkum vestantil. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 26.08.2007 07:59. Gildir til: 02.09.2007 12:00.
Af www.vedur.is