Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og þurrt framundan
Mánudagur 30. apríl 2007 kl. 09:23

Hægviðri og þurrt framundan

Klukkan 3 var suðaustan 8-15 m/s við suðvestantil, en mun hægari annars staðar. Hvassast var þó 20 m/s á Stórhöfða. Léttskýjað var N- og A-lands, en skýjað á S- og V-landi og súld á stöku stað. Hiti var 5 til 14 stig, svalast við austurströndina, en hlýjast á Kjalarnesi.
 
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast við ströndina sunnantil. Hægari síðdegis. Skýjað, en þurrt að kalla í dag en rigning og súld í nótt og á morgun. Hiti 8 til 15 stig.

Yfirlit
Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 1000 mb lægð sem þokast suðvestur og grynnist. Milli Íslands og Noregs er 1028 mb hæð sem fer heldur minnkandi.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðaustan 8-15 m/s SV-lands framan af degi, en annars hægari suðlæg átt. Áfram léttskýjað norðaustanlands, en sunnan- og vestantil verður skýjað í dag en fer að rigna eða súlda í nótt. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024