Hægviðri og skýjað með köflum
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Hægviðri og skýjað með köflum. Austan 5-8 í kvöld og nótt og úkomulítið, en austan 8-13 og sums staðar dálítil rigning. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg austlæg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Austan 5-10 m/s í kvöld og nótt og dálítil rigning af og til, en 8-15 m/s þegar líður á morgundaginn. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt 8-15 m/s. Dálítil rigning sunnan- og austanlands, en skýjað með köflum og úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Stíf norðaustan átt og dálítil rigning eða slydda, en slydda eða snjókoma norðantil síðdegis. Þurrt að mestu suðvestanlands. Kólnandi veður.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljagangi, en léttir til syðra. Kólnar enn frekar og víða vægt frost eftir helgi.