Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og skýjað í dag, súld í kvöld og nótt
Sunnudagur 18. júní 2006 kl. 09:14

Hægviðri og skýjað í dag, súld í kvöld og nótt

Klukkan 6 var hægviðri og skýjað með köflum, en þurrt að kalla. Hiti var 5 til 11 stig, hlýjast á Seyðisfirði.

 

Yfirlit
Yfir landinu er minnkandi lægðardrag, en á suðvestanverðu Grænlandshafi er vaxandi 1001 mb smálægð, sem einnig hreyfist norðaustur.


Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Sunnan 3-8 m/s eftir hádegi og bjartviðri norðan- og austanlands, en 5-10 og smá rigning eða súld vestan til með kvöldinu. Suðvestan 5-8 og skúrir vestan til á morgun, en áfram bjart eystra. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast austanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa  næsta sólarhringinn:
Sunnan 3-5 m/s og skýjað, en 5-8 og lítilsháttar rigning eða súld í kvöld og nótt. Vestlægari og skúrir á morgun. Hiti 7 til 12 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024