Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og skýjað
Miðvikudagur 26. júlí 2006 kl. 09:09

Hægviðri og skýjað

Á Garðskagavita var nánast blankalogn klukkan 8 í morgun, eða NV 1 og hiti 11 stig.
Klukkan 6 í morgun var hæg breytileg átt og skýjað, en víða þokuloft eða súld, einkum á annesjum. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Reykhólum og Skarðsfjöruvita.


Veðurhorfur við Faxflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og skýjað, en úrkomulítið. Hægt vaxandi suðaustanátt í dag og kvöld. Austan og suðaustan 8-13 m/s í nótt og fer að rigna á morgun. Hiti 10 til 15 stig.


Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Hæg breytileg átt og víða þokuloft eða súld. Bjartviðri og 15 til 20 stiga hiti í innsveitum norðaustantil á landinu í dag, annars skýjað en úrkomulítið og 10 til 15 stiga hiti. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil í kvöld og nótt, 8-13 og rigning sunnan- og suðvestanlands á morgun, en hægari austlæg átt og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024