Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og skúrir
Laugardagur 28. október 2006 kl. 12:25

Hægviðri og skúrir

Á Garðskagavita voru VSV 5 og tæplega 8 stiga hiti klukkan 12.
Klukkan 9 í morgun  voru suðvestan 3-8 og skúrir suðvestanlands en annars austan átt, mest 15 m/s á Patreksfirði og víða rigning. Hiti var 3 til 8 stig, svalast í innsveitum norðaustantil.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 3-8 m/s og skúrir, en suðaustlægari á morgun og úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu  til kl. 18 á morgun:
Austan 5-13 norðan- og austantil og rigning með köflum, einkum við sjóinn, en hægari suðvestlæg átt og skúrir suðvestanlands. Austan 8-13 og slydduél við norðurströndina á morgun, annars fremur hæg breytileg átt og úrkomulítið. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast sunnanlands. Heldur svalara á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024