Hægviðri og léttskýjað í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan og síðan norðvestan 3-8 m/s og léttskýjað. Vestanátt, skýjað og stöku skúrir í kvöld. Snýst í suðvestan 5-10 í nótt, en sunnan 8-13 og rigning í fyrramálið. Hiti 2 til 7 stig, en hlýnar heldur á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Sunnan og suðvestanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag:
Allhvöss norðanátt norðan- og austanlands, hvassast á annesjum með snjókomu. Heldur hægari annars staðar og víða bjart veður um landið sunnanvert. Hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag:
Austan 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni og á Vestfjörðum. Yfirleitt úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Lítur út fyrir norðanátt með dálitlum éljum norðan- og austantil, en bjartviðri annars staðar. Vægt frost um mestallt land.