Hægviðri og léttskýjað
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Minnkandi N átt og víða bjartviðri í dag. Vaxandi SA átt og þykknar upp SV- og V-lands í kvöld og nótt. SA 10-18 og rigning á morgun, en hægari NA- og A-lands og úrkomulítið. Hiti 1 til 8 stig, en hlýnar talsvert á morgun.
Faxaflói
Norðan 3-8 m/s, en hægviðri nálægt hádegi. Léttskýjað og hiti 3 til 8 stig að deginum. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í kvöld og nótt, 10-18 og rigning á morgun og hiti 8 til 12 stig.
Veðurlýsing
Kl. 6 var hægviðri NV-til á landinu, en annars staðar var N-átt, víða 5-10 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Skýjað með köflum og stöku él á N- og A-landi, en annars var léttskýjað. Hlýjast var 5 stiga hiti á Ingólfshöfða, en kaldast var 4 stiga frost á Haugi.
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi N átt og víða bjartviðri í dag. Vaxandi SA átt og þykknar upp SV- og V-lands í kvöld og nótt. SA 10-18 og rigning á morgun, en hægari NA- og A-lands og úrkomulítið. Hiti 1 til 8 stig, en hlýnar talsvert á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Nokkuð hvöss S-átt og rigning á fimmtudag, en úrkomulítið á NA-landi. Hlýtt í veðri. S- og SV-átt á föstudag og laugardag og rigning eða skúrir. Kólnar heldur. V-átt og skúrir á sunnudag, en þurrt A-lands. Eftir helgi er útlit fyrir vætu og hlýnandi veður á ný.
Mynd: Á Fitjum í morgunsárið. Víkurfréttamynd: Þorgils Jónsson