Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og léttskýjað
Mánudagur 11. júní 2007 kl. 09:17

Hægviðri og léttskýjað

Klukkan 6 í morgun var hæg breytileg átt eða hafgola á landinu. Léttskýjað sums staðar á suðurlandsundirlendinu, en annars skýjað á köflum og allvíða þokubakkar eða súld við ströndina norðan- og vestantil. Hiti 4 til 11 stig, svalast í Grímsey.?
Veðurhorfur á Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Norðvestan og norðan 3-8 m/s. Léttskýjað að mestu og hiti 10 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.

Veðurhorfur á landinu:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað að mestu suðvestan- og vestanlands, en sums staðar síðdegisskúrir. Annars staðar skýjað eða hálfskýjað og víða þokubakkar eða súld með köflum við sjóinn norðan- og austantil. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi, en svalast í þokulofti.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og dálítil væta öðru hverju, þó síst A-lands. Um helgina lítur út fyrir suðaustan- og austanátt. Rigning um tíma S- og V-lands, en þurrt á N- og A-landi. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 15 stig.


Mynd: Eins og sjá má á þessu korti Veðurstofunnar er varla hægt að kvarta yfir veðrinu hér á suðvesturhorninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024