Hægviðri og kólnandi
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Dálítil rigning í nótt og fram undir hádegi en síðan léttir til. Hiti 4 til 9 stig, heldur kaldara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðan 10-18 m/s, hvassast austantil, en heldur hægari um kvöldið. Snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum og þurrt að mestu. Hiti -3 til +4 stig, kaldast fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Norðan 8-15 m/s austantil, annars yfirleitt mun hægari. Dálítil él með köflum norðan- og austanlands, en annars víða léttskýjað. Áfram kalt í veðri, einkum norðantil og víða talsvert næturfrost.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg með slyddu eða rigningu sunnan- og vestantil, en stöku él norðaustanlands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Útlit fyrir stífa norðlæga átt með ofankomu, einkum fyrir norðan og kalt veður.
Á sunnudag:
Breytileg átt og víða bjartviðri, en stöku él norðanlands. Hiti um eða undir frostmarki.