Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og hlýtt
Miðvikudagur 30. maí 2007 kl. 08:47

Hægviðri og hlýtt

Klukkan 6 í morgun var N 1 m/s og 7 stiga hiti á Keflavíkurflugvelli.
Í Grindavík voru N 3 m/s og 9 stiga hiti.

Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 3-8 og bjartviðri að mestu. Austlægari vindur á morgun og skýjað með köflum. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á morgun.


Faxaflóamið:
A og NA 3-8 m/s, en NA 8-10 í kvöld. A 5-10 á morgun, en 13-18 síðdegis allra syðst.


Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Hægt vaxandi norðaustanátt, 8-13 suðaustanlands eftir hádegi og einnig við norðvesturströndina, annars talsvert hægari vindur. Austlægari vindur á morgun. Skýjað að mestu sunnan- og austanlands í dag, en síðan rigning eða þokusúld með köflum, en bjartviðri að mestu norðan- og vestantil. Hiti 6 til 18 stig, svalast við austurströndina, en hlýjast inn til landsins.


Mynd: Við Fitjar seint í nótt. VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024