Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og bjart framundan
Föstudagur 7. desember 2007 kl. 09:47

Hægviðri og bjart framundan

Veðurspá fyrir Faxaflóa:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku él. Norðaustan 5-8 og bjartviðri á morgun. Frost 1 til 8 stig, en yfirleitt frostlaust við ströndina.
Spá gerð: 07.12.2007 06:43. Gildir til: 08.12.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á sunnudag:
Austlæg átt, 5-10 m/s og él við sjóinn í flestum landshlutum, en hægari og skýjað með köflum til landsins. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt og þykknar smám saman upp suðvestantil, en lengst af hægviðri á Norður- og Austurlandi og talsvert frost. Suðaustan 18-23 m/s með suðvesturströndinni um kvöldið og snjókoma eða slydda sunnan- og vestanlands.

Á þriðjudag:
Hvöss suðaustanátt með slyddu eða rigningu, einkum SA-lands, en snýst í mun hægari suðvestanátt með éljum þegar líður á daginn, fyrst V-til. Hiti víða 1 til 6 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætu og hita um eða yfir frostmarki.
Spá gerð: 07.12.2007 08:49. Gildir til: 14.12.2007 12:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024