Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og bjart á morgun
Föstudagur 29. febrúar 2008 kl. 09:17

Hægviðri og bjart á morgun

Veðurspáin gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 og éljum við Faxaflóann í dag. Hægari norðan átt um hádegi og úrkomulítið en norðan 8-15 um tíma í kvöld með éljagangi. Á morgun er spáð hægu og björtu veðri þannig að vel ætti að viðra til útivistar. Frost verður á bilinu 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma sunnanlands og dálítil él á annesjum norðantil, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á mánudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Gengur í suðaustanhvassviðri með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Hlýnar í veðri.

Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt, en austanátt nyrst. Snjókoma eða slydda og hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum sunnanlands. Frostlaust.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024