Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og bjart
Þriðjudagur 2. júní 2009 kl. 08:26

Hægviðri og bjart


Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir suðvestan 3-8 m/s og skýjuðu með köflum við Faxaflóann í dag, en hægri breytilegri átt á morgun. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en hægviðri eða hafgola á morgun. Hiti 8 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning V-lands með kvöldinu. Hiti 8 til 15 stig.

Á fimmtudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og dálítil rigning eða súld á landinu, einkum SA-til. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Áframhaldandi austlæg átt og rigning á víð og dreif. Hiti 5 til 15 stig, svalast við austurströndina, en hlýjast SV-lands.

Á laugardag, sunnudag (sjómannadagurinn) og mánudag:
Suðlæg átt, dálítil rigning öðru hverju og milt veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024