Hægviðri og bjart
Búist er við hægviðri og björtu að mestu við Faxaflóann í dag. Austan 5-10 á morgun, en hvessir seinnipartinn og þykknar upp. Frost 1 til 8 stig, kaldast til landsins.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Austan 5-10 m/s. Dálítil snjókoma eða slydda af og til syðra, en annars úrkomulítið. Frostlaust við suðurströndina, annars víða 0 til 8 stiga frost, kaldast til landsins. Hvessir sunnanlands um kvöldið.
Á fimmtudag:
Austanátt, víða hvöss, en hægari undir kvöld. Úrkomusamt, einkum sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, hiti yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig síðdegis, hlýjast á Suðausturlandi.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt með éljum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu, einkum um norðanvert landið. Kólnar heldur í veðri.