Hægviðri og bjart
Á Garðskagavita voru SSA 3 kl. 8 í morgun og hiti rétt um 11 stig.
Klukkan 6 í morgun var hæg breytileg átt, skýjað og dálítil rigning norðvestantil. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Egilsstöðum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg breytileg átt og bjart veður. Norðan 5-10 m/s og skýjað á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg breytileg átt. Dálítil rigning norðvestantil á landinu, annars skýjað með köflum og sums staðar skúrir. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast A-lands. Norðan gjóla á morgun og víða rigning, en þurrt suðvestantil. Heldur kólnandi.