Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri í kvöld - snjókoma á morgun
Þriðjudagur 27. desember 2011 kl. 09:14

Hægviðri í kvöld - snjókoma á morgun

Minnkandi suðvestanátt, 3-8 m/s um hádegi og lítilsháttar él við Faxaflóa. Hægviðri í kvöld. Snýst í suðaustan 8-13 m/s síðdegis á morgun með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 3-8 m/s eftir hádegi og lítilsháttar él. Hægviðri með kvöldinu. Gengur í suðaustan 5-10 m/s með snjókomu síðdegis á morgun. Hiti kringum frostmark

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: NA 8-13 m/s með SA-ströndinni, annars hægur vindur. Víða bjartviðri, en dálítil él á stöku stað V-lands og með A-ströndinni. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins. Vaxandi SA-átt á V-helmingi landsins um kvöldið og fer að snjóa.

Á fimmtudag: Breytileg átt, 5-13 m/s. Víða snjókoma eða él. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Gengur í SA 10-18 m/s, hvassast SV-lands. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Úrkomulítið á N- og A-landi. Víða frostlaust S- og V-lands um kvöldið og minnkandi frost annars staðar.

Á laugardag (gamlársdagur): Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu eða slyddu með köflum og hita 0 til 5 stig. Úrkomulaust NA-til og vægt frost.

Á sunnudag (nýársdagur): Líkur á suðvestanátt með éljum, en björtu eystra. Hiti breytist lítið. ??Á mánudag:?Breytileg átt og él víða um land. Yfirleitt vægt frost.