Hægviðri í kortunum
Klukkan 6 voru sunnan 10-15 m/s við austurströndina, en mun hægari vindur annars staðar. Rigning á austanverðu landinu, en smáskúrir vestantil. Hiti 0 til 11 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Sunnan 3-8 og skúrir eða él, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í nótt.
---------- Veðrið 26.03.2007 kl.09 ----------
Reykjavík Snjóél
Stykkishólmur Úrkoma í grennd
Bolungarvík Úrkoma í grennd
Akureyri Rigning
Egilsst.flugv. Skýjað
Kirkjubæjarkl. Alskýjað
Stórhöfði Rigning
------------------------------------------------
Yfirlit
Á Grænlandshafi er kyrrstæð 991 mb lægð, sem grynnist smám saman, en yfir S-Skandinavíu er víðáttumikil 1038 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðlæg átt, 10-15 m/s austast, annars mun hægari. Rigning eða súld, einkum á SA-landi og Austfjörðum, en smáskúrir eða él vestantil á landinu. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast við austurströndina. Norðan 3-10 og snjókoma eða él fyrir norðan á morgun. Vestlægari og léttir til SA- og A-lands, en dálítil él á SV-landi. Kólnandi veður.
VF-Mynd/Þorgils