Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri í dag
Miðvikudagur 9. ágúst 2006 kl. 08:11

Hægviðri í dag

Á Garðskagavita voru VNV 4 og hiti 11,5 stig klukkan 7 í morgun
Klukkan 6  voru norðan og norðvestan 7-11 m/s við suður- og austurstöndina, en annars hægari breytileg átt. Rigning og súld norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Kirkjubæjarklaustri.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og léttskýjað, en þykknar upp með suðaustanátt síðdegis og dálítil súld í nótt. Sunnan 3-8 og súld eða rigning á morgun. Hiti allt að 18 stigum í innsveitum í dag, en 9 til 14 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Minnkandi norðlæg átt og súld eða rigning norðaustan- og austanlands fram á morguninn, en annars hæg breytileg átt og léttskýjað að mestu. Þykknar upp vestantil síðdegis með suðlægri átt og súld suðvestan- og vestanlands í nótt. Sunnan og suðvestan 3-8 m/s á morgun. Skýjað og víða súld eða rigning, en bjartviðri austantil fram eftir degi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast í innsveitum suðvestanlands í dag, en norðaustanlands á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024